Illa farið með almannafé

Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu... Nú er allt í einu til fullt af peningum til að ausa í vonlaus ferðafyrirtæki, loftbólur sem á bara að leyfa að springa því þau eru einmitt það "loftbólur", flestar  skuldsettar upp í rjáfur af fjárglæframönnum úr síðasta hruni! Og hver skyldi svo eiga að borga brúsann? 

Ha.. hum.. jú almenningur auðvitað.

Þið áttið ykkur á því gott fólk að þetta eru peningarnir ykkar, peningar sem ættu að fara í að hækka örorku- og ellilífeyrir og þeim er eytt svona!

Heldur þú, Bjarni/co. að fólk sjái ekki í gegnum þetta. Ferðamennskan eins og hún var er búin að vera, það væri skynsamlegra að byggja upp landið, styrkja innviðina og bæta lífskjör þeirra sem verst standa heldur en að henda miljónum ef ekki miljörðum út um gluggann.

 


mbl.is Sá innlendi fyllir ekki í skarð erlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær urðu þetta peningar almennings? Það er auðvelt að segja það er erfiðara að rökstyðja það. Fyrirtæki borga einnig skatta og eiga því eins rétt á aðstoð og almenningur. Og skattar sem þú borgar eru borgaðir með peningum frá fyrirtækjunum. Að bæta lífskjör þeirra sem verst standa gengur ekki upp nema lífi sé haldið í fyrirtækjunum sem fjármagna það.

Almenningur borgar ekkert og hefur aldrei gert. Hver einasta króna sem almenningur hefur fengið í hendurnar er komin frá fjárglæframönnum og skuldsettum fyrirtækjum.

Fyrirtæki eiga það öll sammerkt að til þeirra er akki stofnað nema af fjárglæframönnum og með lántökum. Þeir sem taka sjensinn og leggja allt undir eru þeir sem stofna fyrirtæki. Hinir vinna hjá þeim.

Að bæta lífskjör þeirra sem verst standa er að henda miljónum ef ekki miljörðum út um gluggann, skuldsetning og kreppa ef engin fyrirtæki eru til þess að fjármagna þau útgjöld. Ekki gerir almenningur það án fyrirtækja sem veita almenningi vinnu.

Án fjárglæframanna og skuldsettra fyrirtækja væri viðvarandi hungursneið, kreppa og atvinnuleysi í landinu og Covið og bankahrunið eins og jól og lottóvinningur.

Vagn (IP-tala skráð) 23.5.2020 kl. 22:22

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki bregst vagninn í hagfræðispekúlasjónum sínum. 

Halldór Egill Guðnason, 24.5.2020 kl. 02:50

3 identicon

Vagn takk fyrir þessa útskýringu, nú skil ég betur hvernig þessi ríkisstjórn vinnur ef hún er með svona gaura eins og þig innanborðs. 

Má ég spyrja, hefur þú aldrei heyrt talað um velferðakerfi?

Einnig annað; engin fyrirtæki væru til án fólksins. Það er hægt að snúa þessari röksemdarfærslu þinni við á auðveldan hátt.

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2020 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband