28.6.2020 | 15:16
Rússnesk kostning
Ég er alveg bit yfir þessari niðurstöðu í forsetakosningunum, en það var svo sem ekki við öðru að búast af landanum.
Það var smá von að fólk tæki við sér og sæi hvað er að gerast í kringum það... en nei ekki glæta.
Ég er endanlega búin að gefast upp á þessari þjóð minni, ég er ekki tapsár heldur sorgmædd yfir óendalegri heimsku og hálfvitahætti íslendinga, þeim er ekki við bjargandi.
Elítan skálar nú í kampavíni og hlær að almenningi, "þessir eymingjar,nú getum við gert hvað sem er, við höfum þessa bjána í vasanum, skál ha ha ha"
Svo íslendingar góðir, ekki byrja að væla yfir 5faldri hækkun á rafmagni þegar orkupakki 4 verður samþykktur.
Ekki byrja að væla þegar þið verðið rukkuð um kalda vatnið.
Ekki byrja að væla þegar Landsvirkjun verður seld í bútum til elítunnar.
Ekki byrja að væla þegar bankarnir verða seldir á skot prís.
Ekki byrja að væla.....
Íslendingar þið höfðu valdið í þessum kosningum,að reyna að koma í veg fyrir allt þetta og meira til...Smá vald hjá forseta, að neita að skrifa undir, setja mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þ.e.a.s. virkja lýðræðið.
Nei þið völduð forseta sem hefur ekki og ætlar ekki að gera neitt af þessu.
Forseta sem vill koma okkur í ESB, forseta sem virðir ekki lýðræðið, forseta sem hefur gerst sekur um afglöp í starfi o.s.frv.
Heimska, hjarðhegðun, skammsýni og græðgi er það sem einkennir Ísland í dag. Enn og aftur, ykkur er ekki viðbjargandi!
Það er fullkomnað.
Bloggar | Breytt 14.7.2020 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)