Rússnesk kostning

Ég er alveg bit yfir þessari niðurstöðu í forsetakosningunum, en það var svo sem ekki við öðru að búast af landanum.

Það var smá von að fólk tæki við sér og sæi hvað er að gerast í kringum það... en nei ekki glæta.

Ég er endanlega búin að gefast upp á þessari þjóð minni, ég er ekki tapsár heldur sorgmædd yfir óendalegri heimsku og hálfvitahætti íslendinga, þeim er ekki við bjargandi.

Elítan skálar nú í kampavíni og hlær að almenningi, "þessir eymingjar,nú getum við gert hvað sem er, við höfum þessa bjána í vasanum, skál ha ha ha"

Svo íslendingar góðir, ekki byrja að væla yfir 5faldri hækkun á rafmagni þegar orkupakki 4 verður samþykktur.

Ekki byrja að væla þegar þið verðið rukkuð um kalda vatnið.

Ekki byrja að væla þegar Landsvirkjun verður seld í bútum til elítunnar.

Ekki byrja að væla þegar bankarnir verða seldir á skot prís.

Ekki byrja að væla.....

Íslendingar þið höfðu valdið í þessum kosningum,að reyna að koma í veg fyrir allt þetta og meira til...Smá vald hjá forseta, að neita að skrifa undir, setja mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þ.e.a.s. virkja lýðræðið.

Nei þið völduð forseta sem hefur ekki og ætlar ekki að gera neitt af þessu.

Forseta sem vill koma okkur í ESB, forseta sem virðir ekki lýðræðið, forseta sem hefur gerst sekur um afglöp í starfi o.s.frv. 

Heimska, hjarðhegðun, skammsýni og græðgi er það sem einkennir Ísland í dag. Enn og aftur, ykkur er ekki viðbjargandi! 

Það er fullkomnað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En samkvæmt öllu, þá virðist hjarðhegðun landsmanna vera svo mikil að þeir gera bara það sem "gervielítan" og handbendi hennar segir fólki að gera.  Á meðan svo er þá verða engar breytingar og þá hafa kjósendur núverandi forseta AFSALAÐ SÉR ÖLLUM RÉTTI TIL AÐ TALA UM SPILLINGU OG ÓRÉTTLÆTI AF HENDI STJÓRNVALDA.  Ef farið er yfir "afrekalista" núverandi forseta á yfirstandandi kjörtímabili.  Það er best að rifja upp svona það helsta:

    • Hann skrifaði undir það að veita dæmdum barnaníðingi uppreist æru.  Hann sagði reyndar eftir á að það hefðu verið mistök af sinni hálfu og hann hefði beðið stúlkurnar, sem hlut áttu að máli afsökunar.  Ég er ekki alveg viss um að kaffiboð á Bessastöðum og afsökunarbeiðni hafi grætt þau sár sem mynduðust hjá fórnarlömbum þessa gjörnings og þau kom til með að bera til æviloka.

      • Hann fór ekki til Rússlands á HM í knattspyrnu, til að sýna Íslenska landsliðinu stuðning á stærsta íþróttaviðburði, sem Íslenskt lið hefur farið á.  Vegna þess að ríkisstjórnin var með þau tilmæli til hans að sniðganga þennan viðburð.  Ég veit ekki til þess að ríkisstjórn landsins hafi NOKKUÐ EINASTA BOÐVALD YFIR FORSETA ÍSLANDS.  Um leið tókst forsetanum að móða Pútín, forseta Rússlands, með því að svara ekki einu sinni boðsbréfi hans á HM í Rússlandi.

        • Þegar Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna, sendi forsetinn honum EKKI bréf til að óska honum til hamingju með kosningasigurinn, heldur bréf þess efnis að hann ítrekaði það við hann AÐ VIRÐA MANNRÉTTINDI í störfum sínum.

          • Hann skrifaði undir breytingar á orkulögum, sem þurfti að gera til að Orkupakki 3 gæti tekið gildi, þrátt fyrir að kannanir gæfu til kynna að yfir 80% landsmanna væru andvígir Orkupakka 3.  Nú er Orkupakki 4 á leiðinni og ætli það verði notað sem rök fyrir samþykkt hans að vegna þess að búið sé að samþykkja Orkupakka 1,2 og 3, verði að samþykkja Orkupakka 4?

            • Hann skrifaði undir lög um FÓSTUREYÐINGAR, sem heimila FÓSTUREYÐINGU (femínistar kalla þetta "MEÐGÖNGUROF" til að "fegra" verknaðinn), til loka 22 viku meðgöngu.

              • Hann skrifaði þegjandi og hljóðalaust undir lög um skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt, þrátt fyrir að honum hafi verið bent á að EKKI hafi verið farið að lögum við skipan þeirra.  Og það sem meira er hann laug til um framvindu málsins í "Kastljósinu" hjá Einari Þorsteinssyni og varpaði allri ábyrgð yfir á Sigríði Á. Andersen, á því KLÚÐRI sínu.  Svona ósannindamann velur þjóðin sem forseta sinn.  Hvað ætlar forsetinn að  gera þegar Mannréttindadómstóllinn dæmir þess efnis að ekki hafi verið farið að lögum við skipan dómara í Landsrétt?

                • Og síðast en ekki síst, þá sagði hann það EFTIR að hann náði kjöri sem forseti Íslands árið 2016, að hann myndi ALDREI fara gegn ríkjandi stjórnvöldum, með því að virkja 26 grein stjórnarskrárinnar.  Ég er nokkuð viss um að forsetakosningarnar árið 2016 hefðu farið á annan veg ef hann hefði tilkynnt um þessa afstöðu sína FYRIR forsetkosningarnar.

                Þetta er einungis brot af "axarsköftum" forsetans á þessu kjörtímabili og finnst fólki virkilega að þessi maður hafi unnið til þess að verða endurkjörinn til embættisins?  ÞAÐ ER ALVEG Á HREINU AÐ MAÐURINN ER EKKI AÐ VINNA FYRIR ÞJÓÐ SÍNA - HELDUR VINNUR HANN FYRIR FÓLK, SEM VINNUR AÐ ÞVÍ AÐ EIGNAST AUÐLINDIR LANDSINS OG AÐ KOMA LANDINU UNDIR ERLENDA STJÓRN.  ÞESSI MAÐUR VIRÐIST HALDA AÐ STJÓRNARSKRÁIN SÉ BARA EITTHVAÐ OFAN Á BRAUÐ......

                Jóhann Elíasson, 28.6.2020 kl. 16:05

                2 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

                Takk fyrir innlitið Jóhann.  

                "kjósendurndur núverandi forseta AFSALAÐ SÉR ÖLLUM RÉTTI TIL AÐ TALA UM SPILLINGU OG ÓRÉTTLÆTI AF HENDI STJÓRNVALDA."

                100% sammála og tek undir allt sem þú skrifar hér. Verð að hrósa þér Jóhann, þú ert góður penni.  :)

                Birna Kristjánsdóttir, 28.6.2020 kl. 16:26

                3 Smámynd: Jóhann Elíasson

                Þakka þér góð orð í minn garð Birna en það skal tekið fram að forsetinn hefur sjálfur séð um sín klúður og því miður virðist landsmönnum þetta bara allt í lagi og sjá ENGA ástæðu til að "refsa" honum á einn eð neinn hátt.....

                Jóhann Elíasson, 28.6.2020 kl. 16:49

                4 identicon

                Það dugar greinilega ekki að búa til Grýlur, afbaka staðreyndir, ljúga og bulla til að ná kosningu, elítan, 92,8% þjóðarinnar, sér að það er spilling af verstu sort. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, hafnaði spillingu spillts frambjóðenda. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, lét ekki blekkjast. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, vildi ekki þennan lýðskrumara. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, hafnaði framboði sem byggði á falsi og blekkingum. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, tekur ekkert mark á frambjóðendum sem sækja stefnumál sín til Útvarps Sögu. Elítan, 92,8% þjóðarinnar, mun áfram standa vörð um Stjórnarskrána og Lýðveldið Ísland þegar valdasjúkir frambjóðendur með einræðistilburði stíga fram.

                Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 21:45

                5 Smámynd: Jóhann Elíasson

                "Vagn" (Vesalingur, sem greinilega þorir ekki að koma fram undir réttu nafni) er greinilega einn af "skítadreifurum núverandi forseta og vílar ekki fyrir sér að afbaka staðreyndir og beita rangri tölfræði fyrir sig í "baráttunni"......

                Jóhann Elíasson, 28.6.2020 kl. 21:58

                6 identicon

                Gott á meðan Jóhann (Treggáfaður ræfill sem skítur reglulega upp á bak og er ginnkeyptur fyrir lýðskrumi og falsfréttum) er ekki veruleikafirrtari en svo að hann gerir sér grein fyrir því að ég er greinilega ekki einn af "skítadreifurum forsetaframbjóðenda sem tapaði eins og honum væri borgað fyrir það og vílaði ekki fyrir sér að afbaka staðreyndir og beita blekkingum og lygum fyrir sig í árásinni á lýðræðið....Jóhann má eiga það hlutverk áfram.

                 

                Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 23:54

                7 Smámynd: Jóhann Elíasson

                Það er einkenni ykkar "skítdreyfaranna", þegar þið verðið rökþrota að fara í persónulegt skítkast.  Amma mín sagði reyndar að maður ætti að vera góður við þá sem eiga bágt en stundum verður að láta þá hafa sannleikann umbúðalaust.

                Jóhann Elíasson, 29.6.2020 kl. 00:01

                8 identicon

                Ekki hóf ég persónulega skítkastið, það varst þú Jóhann Mykjudreifari Elíasson, ég bara svaraði skítkasti þínu með vel þekktum og óumdeildum staðreyndum um þig -- sannleikurinn umbúðalaus eins og amma þín vildi.

                 

                Vagn (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 02:13

                9 Smámynd: Jóhann Elíasson

                "Margur heldur mig sig".  Sýnir bara hversu raunveruleikafirrtur þú ert og svo virðist vera einhver meinloka í ykkur í Vinstri Hjörðinni" þar sem sannleikurinn er ansi sveigjanlegur..........

                Jóhann Elíasson, 29.6.2020 kl. 06:10

                10 identicon

                Er 92,8 % íslendinga " elíta ".  Við erum greynilega lánsöm þjóð.  Guðmundi var hafnað og það á mjög afgerandi hátt. Skoðunum þíns og Jóhanns var hafnað.

                Brynjar (IP-tala skráð) 29.6.2020 kl. 13:14

                11 Smámynd: Jóhann Elíasson

                Leiðrétting Brynjar, það voru 92,8% þeirra sem KUSU, sem greiddu Guðna atkvæði sitt en kosningaþátttaka var 66,9%.  Samkvæmt því var stuðningur við  Guðna einungis 62,08%........

                Jóhann Elíasson, 29.6.2020 kl. 13:47

                12 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

                Brynjar og Vagn eru þið ekki læsir?  "Elítan skálar nú í kampavíni og hlær að almenningi" skrifaði ég.

                Ef þið þjáist af lesskilningi skal ég útskýra þetta  ... Elítan er ekki almenningur.

                 VAGN hvernig væri nú að koma undir nafni og vera ekki svona orðljótur.... vil ekki svona munnsöfnuð á minni síðu, ef þú getur ekki hamið þig og verið málefnalegur þá ertu ekki velkominn hér!

                Birna Kristjánsdóttir, 29.6.2020 kl. 14:27

                13 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

                Leiðrétting;  "Ef þið hafið ekki lesskilning"  átti að standa í færslu 12.  innocent

                Birna Kristjánsdóttir, 29.6.2020 kl. 15:02

                14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

                Blessunarlega lét meirihluti kjósenda ekki plata sig til að kjósa rugludall sem byggði áróðurinn á lygum á borð við þær sem koma fram í þessum pistli.

                Þorsteinn Siglaugsson, 30.6.2020 kl. 15:31

                15 Smámynd: Jóhann Elíasson

                Þorsteinn farðu rétt með, ÞAÐ ERU NEFNILEGA ENGAR LYGAR Í ÞESSUM PISTLI.........

                Jóhann Elíasson, 30.6.2020 kl. 16:13

                16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

                ... svo heitir það kosning, ekki kostning.

                Þorsteinn Siglaugsson, 30.6.2020 kl. 16:34

                17 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

                Þorsteinn  kosning - kostning  prentvilla hjá mér, enginn er fullkominn.cry

                Birna Kristjánsdóttir, 8.7.2020 kl. 18:42

                Bæta við athugasemd

                Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                Innskráning

                Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                Hafðu samband