13.11.2020 | 16:48
Skammist ykkar.
Er þetta ekki ólöglegt? Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin kemst upp með þetta? Geta ráðherrar og þingmenn endalaust brotið lög gegn öryrkjum?
Það er ekkert grín að lenda í því að veikjast alvarlega, vera kippt út af vinnumarkaði og vera svo settur á svo kallaðar örorkubætur.
Maður er búin að vinna alla sína hunds og katta tíð, borga í allskonar sjóði sem eiga að vera trygging ef eitthvað kemur fyrir mann. Örorkubætur eru laun sem við, sem lendum í slysum og veikindum eigum að fá. Við eigum þessi laun inni... þetta eru ekki "bætur".
Eini flokkurinn sem virðist vera að vekja máls á þessum málaflokki er Flokkur Fólksins og eiga þau bestu þakkir fyrir. Þau fá/fengu mitt atkvæði í alþingiskosningunum og hvet ég alla öryrkja að kjósa þau í næstu kosningum, það er ekki pólitík það er nauðsyn og eina leiðin til að bæta hag öryrkja. Hinir flokkarnir verða bara pirraðir ef minnst er á öryrkja eins og þeir séu einhver sníkjudýr á ríkinu..
"Öryrkjar"... ég hata þetta orð... því fylgir niðurlæging, fátækt og smán.
Þannig er komið fram við fólk sem veikist alvarlega í þessu þjóðfélagi.
Öryrkjar fái 86.000 kr. undir lágmarkslaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.