Gísli J. Ástþórsson, besti kennari sem ég hef haft.

Aldrei skrópaði nokkur nemandi í enskutíma hjá honum Gísla í Víghólaskóla í Kópavogi, hann var svo skemmtilegur og þýður kennari. 

Hann fór ekki alltaf eftir bókinni þegar hann var að kenna okkur, heldur teiknaði hann ýmsar fígúrur upp á töflu og lét okkur lýsa þeim á ensku.  Hann kenndi okkur líka að hugsa á ensku og vera ekki alltaf að þýða yfir á íslensku, heldur að skilja málið frá grunni.  

Skemmtilegustu minningar mínar úr "gaggó"  voru tímarnir hjá honum Gísla J.

Ég á honum margt að þakka og hef alltaf verið hreykin og þakklát fyrir að hafa haft hann sem kennara.

Blessuð sé minning hans


mbl.is Gísli J. Ástþórsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar til að þakka þér falleg orð um hann pabba minn.

Bestu kveðjur, Hólmfríður

Hólmfríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband