27.8.2012 | 22:17
Gísli J. Ástþórsson, besti kennari sem ég hef haft.
Aldrei skrópaði nokkur nemandi í enskutíma hjá honum Gísla í Víghólaskóla í Kópavogi, hann var svo skemmtilegur og þýður kennari.
Hann fór ekki alltaf eftir bókinni þegar hann var að kenna okkur, heldur teiknaði hann ýmsar fígúrur upp á töflu og lét okkur lýsa þeim á ensku. Hann kenndi okkur líka að hugsa á ensku og vera ekki alltaf að þýða yfir á íslensku, heldur að skilja málið frá grunni.
Skemmtilegustu minningar mínar úr "gaggó" voru tímarnir hjá honum Gísla J.
Ég á honum margt að þakka og hef alltaf verið hreykin og þakklát fyrir að hafa haft hann sem kennara.
Blessuð sé minning hans
Gísli J. Ástþórsson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Langar til að þakka þér falleg orð um hann pabba minn.
Bestu kveðjur, Hólmfríður
Hólmfríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.